Drengjakór Reykjavíkur
Merki Drengjakórs Reykjavíkur


Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar eru lýsandi kjörorð drengjakórsins og lýsir starfinu innan kórsins.

Upplýsingar um kórstarfið:

  • Kórinn hefur starfað frá 1990 og hefur aðsetur í Neskirkju í Vesturbæ Reykjavíkur.
  • Kórstjóri er Steingrímur Þórhallsson
  • Kórinn æfir á mánudögum kl: 17:00-18:30 og annan hvern laugardagsmorgun.
  • Kórferðir innanlands annað hvert ár og erlendis hitt árið.
  • Æfingabúðir yfir eina helgi að hausti og eftir áramót.
  • Kórinn tekur þátt í öflugu kórstarfi í Neskirkju, kemur fram á tónleikum og tekur þátt í messuhaldi.
  • Jóla- og vortónleikar.
  • Auk þessa kemur kórinn fram á fundum, ráðstefnum, sem gestakór og við fleiri tilfelli sem til falla.

Öflugt foreldrafélag heldur utan um starfsemi kórsins í samvinnu við stjórnanda hans. Mikilvægt er að foreldrar séu virkir þátttakendur í starfsemi kórsins.

Kórgjöld eru ákveðin á aðalfundi foreldrafélagsins ár hvert auk þess þurfa foreldrar og drengir að taka þátt í reglubundinni fjáröflun.

Nánari upplýsingar veitir kórstjórinn, Steingrímur, í síma 896-8192 eða í tölvupósti drengjakor.reykjavikur@gmail.com

Netfang foreldrafélags Drengjakórs Reykjavíkur: drengjakor@drengjakor.is.

Senda inn aðildarumsókn


.: Syngja eins og englar .:. Hegða sér eins og herrar .:. Leika sér eins og strákar :.


Frístundakort ÍTR
Drengjakór Reykjavíkur er aðildarfélagi að frístundakorti ÍTR. Smellið á myndina hér til hliðar til að lesa nánar um kortið og notkun þess.

Tekið af síðu frístundakortsins á reykjavik.is:
Markmið og tilgangur Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík 6-18 ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi...Styrkurinn er kr. 35.000 á barn á ári...
.: Breytingahamur :.